Vörur
Hreint og heilnæmt loft er mjög mikilvægt fyrir heilsufar okkar, rannsóknir hafa sýnt að hreint loft stuðli að langlífi okkar jafnt og neysla sex ávaxta eða grænmetis daglega.
Fjölsíukerfi er mjög áhrifarík leið til lofthreinsunar innanhúss og í raun eina leiðin til að hreinsa mengandi efni úr andrúmsloftinu s.s. smáar rykeindir, frjókorn, gró, veirur, sveppi, bakteríur, óþef, ýmsar loft og gastegundir, tóbaksreyk og kolmónoxíð auk rokgjarnra lífrænna efnasambanda (VOC´s) osfrv. Fjölsíukerfið nær að hreinsa loftið um 99,97% eða allt niður í agnir sem eru að ummáli 0,01 Micron (=0,00001mm!), þessar smáu agnir eru algengasti orsakavaldur höfuðverkja, einbeitingaskorts, ofnæmis, þreytu og ertingu í hálsi og nefi.
Allar vörur Euromate eru framleiddar eftir viðurkenndum stöðlum þær hafa verið vottaðar af ASHRAE, ISO 9001-9002, KEMA, TÜV, CE, BSRIA, TNO, svo eitthvað sé nefnt.
Euromate lofthreinstækin hafa mikið forskot á samkeppnisaðila sína vegna vörubreiddar og sérlausna sem þeir bjóða uppá. Lofthreinsitækin frá þeim byggja öll á byltingarkenndri fjölsíutækni og eru sérhönnuð fyrir skrifstofur, tannlæknastofur, hárgreiðslustofur, skóla, stofnanir, biðstofur, ráðstefnusali, flugvelli, sjúkrahús, rannsóknarstofur, bari, veitingahús ofl.ofl..