Grace
Hönnunarteymi Plymovent hafa hlotið margar alþjóðlegar viðurkenningar fyrir aðlaðandi en tímalausa hönnun. Þar á meðal eru Grace lofthreinsitækin. Grace er stílhreint, færanlegt og fæst í sjö litum. Grace er frístandandi á hjólum og er mjög einfalt í notkun og uppsetningu. Hljóðstig er sérstaklega lágt, jafnvel minna en hljóðstig skrifborðstölva.
Grace lofhreinsitækin byggja á fjölsíutækni sem var þróuð af Euromate. Inniloft er hreinsað með nokkrum síustigum. Fyrsta sían fangar gróft ryk, hár og húðflögur, næsta stig er “Rafstöðusía” sem fangar smærri agnir allt niður í 0,01 Micron (=0,00001 mm!) s.s. sígarettureyk. Þriðja stig er “Active Carbon” kolefnishlaðin sía sem dregur í sig alla óþægilega lykt. Með því að setja “FreeBreeze” ilm bikara í tækið, ilmar hreinsaða loftið ferskum blæ eftir þínum óskum. “FreeBreeze” ilm bikararnir eru fáanlegir í nokkrum ilmtegundum.
Hægt er að velja úr sjö litategundum, eftir því hvað hentar þínu umhverfi.
Grace hentar í rými allt að 100m3 að stærð.