Dental
Grace Dental er notað til sía og hreinsa loft í tannlæknastofum. Grace Dental dregur úr mengunar og eyturáhrifum kvikasilfurs og annara efna, s.s málmsvifryks, postulínsryks, leirögnum, sótthreinsiefnum og einliða ögnum, sem þyrlast um andrúmsloft tannlæknastofunnar. Vinna með amalgam eða jafnvel það sem verra er að fjarlægja það, veldur mikilli uppgufun kvikasilfurs út í andrúmsloftið.
Grace er fáanlegt í 7 spennandi litum. Með snilldarlegri og tímalausri hönnun tekst að fella tækið inn í nánast hvaða umhverfi sem er. Tækin eru notendavæn og mjög lágvær og valda því ekki óþægindum.
Loftið hreinsað og dreift aftur innan rýmisins, þannig fer ekki dýrmætur hiti eins og þegar loftið er leitt út. Í Grace er hægt að setja FreeBreeze glös sem tryggja að hreinsaða loftið ilmar ferskum blæ.
.
Sérhönnuð kvikasilfurssía hreinsar loftmengun í þremur áföngum og tryggir hagkvæmustu gildi andrúmsloftsins. Forsía og rafstöðusía grípa stærstu agnirnar og útrýma smærra ryki og öllum tegundum örvera með skilvirkum hætti eða næstum 100% (99,997%). Kvikasilfur sía dregur ekki aðeins úr styrk kvikasilfurs og annarra eiturefna úr andrúmslofti, hún eyðir líka allri óþægilegri lykt.
Andaðu léttar, gott og faglegt viðhald er nauðsynlegt til að ná fram bestum árangri lofthreinsitækja. Ef þú vilt tryggja þér hreint loft á vinnustaðnum þínum bjóðum við sérstaka viðhalds og þjónustusamninga.
Val á réttum búnaði / Við gerum nákvæma könnun og mælingar á innanhúss umhverfi til að tryggja rétta lausn eftir umfangi vandans. Þegar réttur búnaður hefur verið valin gerum við tilboð með uppsetningu og afhendingartíma.
Grace MediaMax þjónar allt að 100m3 rými.
Ítarefni
Tæknilegar upplýsingar
Grace Dental
Stærð: 850 x 380 x 290 mm
Þyngd: 15 kg
Rafmagnsnotkun: 230V / 50Hz 60w
Hraðastillingar: 3
Stærð rýmis: allt að 100 m³
Afkastageta: 495 m³ / klst
Síur: Forsía, Rafstöðusía, kolefnissía.
Free Breeze: já
Standur: Snúnigsfótur
Litir : fæst í sjö litum