CarbonMax

VisionAir CarbonMax byggir á einstöku síukerfi sem hreinsar andrúmsloftið í tveimur áföngum. Fyrsta stig er forsía sem tekur grófasta rykið, eins og húðflögur og hár. Annað stig CarbonMax ‘hlaðin kolefnissía’ er kjarninn í kerfinu, hún dregur í sig rokgjörn lífræn efnasambönd (VOC´s), óþef og ýmsar skaðlegar loft- og gastegundir. CarbonMax sían hefur V-laga byggingu og inniheldur 4kg virk kolefni, hún er mjög langlíf og endingargóð.

Óþefur og mengun í andrúmslofti, algengasta orsökin er uppgufun efna úr húsgögnum, innréttingum (VOC´s), ryki frá prenturum og ljósritunarvélum eða óþægileg lykt frá salernum og eldhúsum. Þetta veldur oftast sleni, þreytu, höfuðverkjum, skertri einbeitingu, þreytu í öndunarvegi, ýmsum sjúkdómum og skertum afköstum.     

VisionAir er fáanlegt í tveimur útfærslum, eftir hvað hentar stærð vinnusvæðis. Báðar stærðirnar er hægt að festa neðan á loft eða fella inní loft. VisionAir ¹ er einnig hægt að fá á veggfestingu eða á hjólastand, VisionAir ² hefur tvöfalda vinnslugeta á við VisionAir ¹ og er tvöfalt stærri. Með snilldarlegri og tímalausri hönnun tekst að fella tækið inn í nánast hvaða umhverfi sem er. Tækin eru notendavæn og mjög lágvær og valda því ekki óþægindum.

Loftið hreinsað og dreift aftur innan rýmisins, þannig fer ekki dýrmætur hiti eins og þegar loftið er leitt út. Í VisionAir er hægt að setja FreeBreeze glös sem tryggja að hreinsaða loftið ilmar ferskum blæ.

Andaðu léttar, gott og faglegt viðhald er nauðsynlegt til að ná fram bestum árangri lofthreinsitækja. Ef þú vilt tryggja þér hreint loft á vinnustaðnum þínum bjóðum við sérstaka viðhalds og þjónustusamninga.

Val á réttum búnaði /  Við gerum nákvæma könnun og mælingar á innanhúss umhverfi til að tryggja rétta lausn eftir umfangi vandans. Þegar réttur búnaður hefur verið valin gerum við tilboð með uppsetningu og afhendingartíma.                        

VisionAir ¹  allt að 120m3                                        VisionAir ² allt að 240m3