06/02/2017 00:00:00

Mengað andrúmsloft innanhúss

Oftar en ekki er skrifað eða rætt um hreint loft og snýst þá umræðan yfirleitt um okkar dýrmæta loftslag utanhúss. Talað er um mengun frá útblæstri ökutækja og hversu algengt er að svifryksmengun fari langt yfir það sem telst vera heilsumörk. Mikið hefur verið leitað lausna til að koma í veg fyrir eða draga verulega úr mengunarþáttum sem við og umhverfi okkar skapar á hverjum degi. Lausnir á borð við “hjólum í vinnuna dagurinn, reyklausi dagurinn, ekki aka um á nöglum veturinn” ofl.ofl. Allt eru þetta mjög skemmtilegar lausnir og vekja þær okkur til umhugsunar hvernig við sjálf getum haft áhrif á okkar umhverfi og okkar líðan.

Í allri þessari umræðu hefur gleymst að tala um það að við eyðum mestum tíma ævinnar innandyra og það er virkilega þar sem við getum lagfært okkar andrúmsloft á einfaldan hátt.

Samkvæmt rannsóknum sem gerðar voru í Bandaríkjunum er áætlað að u.þ.b. 3 milljónir manna látist um heim allan úr sjúkdómum sem tengjast lungna og æðakerfi líkamans, sjúkdómum sem má rekja beint til lélegra loftgæða. Tengja má þessi dauðsföll að stórum hluta við mengað loft innanhúss. Í Bandaríkjunum einum eru á milli 50.000 og 100.000 dauðsföll rakin til mengaðs lofts, þetta eru fleiri dauðsföll en umferðarslysin á götum Bandríkjanna valda. Rannsókn sem gerð var árið 2005 áætlar að 310.000 manns deyji  árlega í Evrópu af völdum loftmengunar. Ekki eru heimilidir í þeirri rannsókn um það hversu margir ávinna sér krónískra sjúkdóma á borð við asthma, bronchitis, lungnabólgu eða hjarta og æðasjúkdóma sem anda að sér menguðu lofti daglega.   (heimildir: Wikipedia)

Margir þættir geta verið orsakavaldir af menguðu lofti innandyra, ýmis byggingarefni s.s. gólfteppi og parket geta gefið frá sér formalin eyturgufur (formaldehyde H2CO) . Málning og leysiefni gefa frá sér rokgjörn lífræn efnasambönd (VOC´s)  þegar þau þorna. Málning sem inniheldur blý, leysist upp í örsmáar rykagnir sem festast í lungun og lungnapípum, prentarar og raftæki þyrla upp örsmáum rykögnum, svona mætti lengi telja. Slök  loftræsting eða lofthreinsun innandyra getur því verið mikill áhrifavaldur á okkar daglega líferni og heilsfar.

Við getum brugðist við þessum aðstæðum strax og á mjög áhrifaríkan hátt. Euromate hefur í yfir 30 ár þróað og starfað náið við rannsóknir og úrlausnir við lofthreinsun. Þeirra lausnir eru margar byltingakenndar, það hefur bjargað mörgum mannslífum og bætt heilsufar fólks innan ýmissa starfstétta.

Hreint loft ehf. hefur nýverið gert einkasamning um sölu og dreyfingu á þeirra lausnum, það er okkur sannur heiður að vera fulltrúi þeirra á Íslandi. Með meiri vitund á mikilvægi þessa að anda að sér hreinu lofti daglega verður íslenska þjóðin betri, heilbrigðari og langlífari.

Tilbaka